laugardagur, 5. október 2013

Sjötta umferð á eftir!

Á eftir er sjötta umferð að byrja. Ég er að fara að tefla við annan strák frá Austurríki og verð með svart, sem er eiginlega bara betra fyrir mig. Hann hefur ekki unnið neina sterka, svo ég ætti að eiga góða möguleika. Ég fékk kveðju frá bekknum mínum í Ölduselsskóla og bið að heilsa ykkur öllum!!

Þarna erum við Vignir fyrir síðustu umferð. Hann hefur staðið sig geðveikt vel og er í 1-4 sæti í sínum flokki!! Frábært hjá honum :)
Við keppum á öðrum stað en hinir sem eru eldri og mamma bíður fyrir utan húsið allan tímann sem ég er að keppa. Þarna er hún og Stefán, pabbi Vignis.
Bless í bili.
Óskar

3 ummæli:

  1. Sæll Óskar minn, mikið er gaman að þið skulið ná að blogga og setja inn myndir. Við Stebbi lásum bloggið í morgun. Við erum vissir um að þér gengur vel í dag. Mikið er veðrið gott hjá ykkur. Vonum að þið hafið það rosa gott og sendum baráttukveðjur.

    SvaraEyða
  2. Heldur betur skemmtilegt blogg. Ég er hins vegar farinn að sakna frétta af honum Boris! :)

    Gangi þér sem best í komandi umferðum.

    Kveðja,
    Gunnar Björnsson

    SvaraEyða