miðvikudagur, 2. október 2013

Er að fara í umferð 4

Ég tefldi í gær við gaur frá Georgíu og tapaði eftir þrjá og hálfan tíma, í svona 70 leiki. Hann tefldi einhverja hundleiðinlega Petrovs vörn, en ég kom samt ágætlega út eftir opnunina. Það var komið myrkur þegar ég var loksins búinn. Við tefldum báðir ágætlega og ég hefði alveg átt sjens í að vinna, og svo í jafntefli svo ég var smá svekktur, en það er líka fínt að hafa tvo af þremur. Verónika er svo hress og hún sagði að það væri alveg hægt að taka vinning af manni en ekki reynsluna. Hún veit hvað hún syngur, hún Verónika. Nú eru allir farnir að tefla nema ég og Vignir, en við erum að fara uppeftir núna. Ég er að fara að tefla við Þjóðverja og ætla að gera mitt besta!

2 ummæli:

  1. Maður vinnur ekki alltaf og flott viðhorf hjá Veróniku, reynslan er það sem maður getur tekið frá þessu öllu saman. Gangi þér vel í dag og bestu kveðjur frá okkur Birgi Loga.

    SvaraEyða
  2. Takk, takk, ég tapaði reyndar :(

    SvaraEyða