mánudagur, 7. október 2013

Áttunda umferð seinni partinn

Nú er áttunda umferð seinni partinn. Ég er að fara að tefla á móti Rússa, en ég var líka að tefla við Rússa í gær og ég vann hann. Hann var ekki mjög sterkur, ég mátaði í 38 leikjum. Nú er ég að undirbúa mig undir drottningarpeðsopnun, en ég er með svart. Hann gæti reyndar líka notað enska opnun, sem væri bara ágætt, ég verð undirbúinn undir bæði.

Gunni vildi fleiri sögur af Boris. Hann Boris er sko ekkert rosalega klár. Hótelið tók vegabréfin okkar og ætlaði bara að geyma þau, en við föttuðum fljótlega að það væri trúlega ekki góð hugmynd. Ef að þau geta týnt lyklum, þá geta þau týnt vegabréfum. Þannig að Áróra fór að ná í vegabréfið sitt og Boris lét hana hafa vegabréfið hans Stefáns! Þau eru sko ekkert mjög lík, Áróra og Stefán. Svo fór Mikki og Boris sagðist vera búinn að týna vegabréfinu hans, svo að Mikki þurfti bara sjálfur að finna það fyrir Boris.

Nú erum við búin að dreifa kynningarblaði um Reykjavík open í morgun og svo verð ég að undirbúa mig undir næstu umferð. Við fengum 4 vinninga í fyrradag og þá fengum við að henda Hjörvari út í sundlaugina í gær. Svo fengum við fimm vinninga í gær, og þá held ég að við getum hent honum út í sjó. Það verður aldeilis gaman. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli